Laxá í Leirársveit

Margir veiðimenn þekkja þessa einstaklega fallegu og fjölbreyttu laxveiðiá í Leirársveitinni en SVFA

hefur boðið upp á nokkrar stangir til félagsmanna undanfarin ár.


Laxá í Leirársveit fellur úr Eyrarvatni í Svínadal og til sjávar hjá Súlunesi en ósasvæði árinnar, Leirárvogar, sést vel þegar ekinn er þjóðvegur 1 við gamla sláturfélagið.

Veitt er með 6-7 stöngum í Laxá og geymir áin einn nafntogaðasta veiðistað landsins, hið margrómaða Miðfellsfljót.

Á dögum SVFA er veitt frá hádegi til hádegis og er eingöngu leyfð fluguveiði.

Kvóti er 8 laxar á stöng á dag. Veiðimenn eru beðnir um að tileinka sér þær reglur sem gilda á veiðisvæði Laxár í Leirársveit áður en haldið er til veiða.

Sumarið 2009 veiddust 1230 laxar. Árið 2008 veiddust alls 1588 laxar í ánni sem telst mjög gott sé litið til síðustu ára en til samanburðar veiddust 820 laxar árið 2007.

Meðalveiði (1998-2008) samtals 975 laxar.

Mest veiddist í ánni árið 1988 alls 1887 laxar

Minnst 545 laxar árið 1982.

Full þjónusta er í veiðihúsinu við Lambhaga en þar stendur meðalstórt og fallegt veiðihús. Þægileg tveggja manna svefnherbergi eru í húsinu hvert með sér salernisaðstöðu og sturtu. Skyldufæði og gisting er í Laxá kr. 12.900 pr. sólarhring. Staðsetning veiðihúss við Lambhaga: GPS hnit 64°23’35.79″N, 21°49’30.03″W.

Gott kynningarmyndband af Laxá í Leirársveit (á ensku) :